Jólakveðja frá kkd Keflavíkur
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur óskar stuðningsmönnum sínum gleðilegra jóla. Árangur okkar hefur verið ágætur það sem af er tímabili og mjög margir leikir verið á dagskrá. Staða strákana í deildinni mæti vera betri en toppliðin eru þó skammt undan. Þeir hömpuðu eina titilinum sem í boði hefur verið í vetur þegar þeir urðu Powerade meistarar 2006 eftir sigur á Njarðvík. Evrópukeppnin var erfið þetta árið bæði fjárhagslega og einnig voru í keppninni geysisterk lið. Strákarnir stóðu sig þó vel og áttu fína spretti og spiluðu sérstaklega vel gegn Norrköping og Dnipro frá Úkraínu en áttu lítin sjéns í Tékkneska liðið Mlekarna. Þeir eru einnig komnir í 8 liða úrslit í Lýsingar bikarkeppni KKÍ og stefnan á nýju ári er að hampa þeim bikurum sem í boði eru.
Stelpurnar hafa verið að spila mjög vel og í raun betur og betur með hverjum leik. Síðasti leikur þeirra gegn Haukastelpum var frábær skemmtun og hvetjum við stuðningsmenn okkar að fylgast vel með þeim í vetur. Þjálfararnir Jonni og Aggi eru að gera góða hluti með liðið og þeir ætla sér stóra hluti í vetur.
Eins og áður sagði er markmiðin skýr á nýju ári en til að þau náist verða allir að leggja sitt að mörkum, leikmenn, þjálfarar, stjórnin og ekki síst áhorfendur. Stuðningur frá áhorfendum skiptir því gríðalega miklu máli og ef hann er ekki vinnast engir titlar, svo einfalt er það. Áfram Keflavík, látum í okkur heyra á leikjum á nýju ári.