Jonni körfuboltamaður Keflavíkur
Jón Norðdal Hafsteinsson var valinn körfuboltamaður Keflavíkur árið 2005. Jonni er mjög mikilvægur hlekkur í liðið Íslandsmeistara síðustu þriggja ára og átti mjög gott tímabil árið 2005. Jonni þykir mjög góður varnarmaður og snöggur fram á við. Hann hefur einnig verið fastamaður í landsliðiðinu, sem hefur verið á mikilli uppleið síðustu ár. Við óskum Jonna til hamingju með viðurkenninguna og verður hún vonandi honum hvatning í framtíðinni.
Íþróttamaður Keflavíkur var svo kosinn á miðvikudag og hlaut Birkir Már Jónsson þann titil. Birkir hefur náð frábærum árangri í sundi eins og kemur fram á aðalsíðunni. Við í körfunni teljum okkur eiga helling í Birki, enda einn af diggari stuðningsmönnum Keflavíkur og meðlimur í hinni viðfrægu Trommusveit. Til hamingju Birkir.