Jonni og Pálina valin best
Jón Norðdal Hafsteinsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru í gær kjörin bestu leikmenn meistaraflokka Keflavíkur í körfuknattleik.
Gunnar Einarsson og Palina Gunnarsdóttir voru valin varnarmenn ársins og framfaraverðlaun ársins hlutu þau Rannveig og Sigurður G. Þorsteinsson
Þau Jonni og Pálína voru að sjálfsögðu einnig í liði ársins, en með þeim voru Gunnar Einarsson, Rannveig Randversdóttir og Magnús Þór Gunnarsson.