Fréttir

Karfa: Karlar | 5. apríl 2012

Jovan má nú ekki fara að negla þristunum, segir Andri Dan

Andri Daníelsson er einn hinna ungu og efnilegu leikmanna sem skipa Keflavíkurliðið þetta tímabil. "Rauði Djöfullinn", eins og Andri er gjarnan kallaður er farinn að banka fast á dyrnar og er líklegur til afreka á næstu árum með liði Keflavíkur. Hann getur bæði spilað sem bakvörður og framherji en mikilvægt er að hafa slíka leikmenn í öllum sterkum liðum. Heimasíða Keflavíkur spurði kappann nokkurra spurninga í aðdraganda oddaleiks Keflavíkur og Stjörnunnar.



Erum við ekki að fara taka oddaleikinn?
Jú, það er ekki spurning

Hvað þarf helst að varast hjá Stjörnunni?
Ekki láta ýta okkur úr stöðunum okkar og Jovan má nú ekki fara að negla þristunum
Hver er okkar styrkleiki?
Keyra á þá og fá gott run, eins og sást í leiknum í sláturhúsinu
Hvernig er að vera ungur pungur á fyrsta tímabili í Keflavík?
Það er mjög gaman að vera með í þessu, maður fær nóg af leiðbeiningum og stuðning frá eldri mönnunum til að verða betri
Eitthvað sem hefur komið þér á óvart?
Ég hélt að Maggi væri nú aðeins betri, ég slátra honum á hverri einustu æfingu
Hver eru þín markmið á næstu árum?
Æfa og verða betri leikmaður en einnig að hafa gaman af þessu!



Við fengum Andra að lokum til að gefa okkur innsýn í klefa liðsins

Hver er með mesta swagið? Magnús Þór Gunnarsson og Gunnar Stefánsson, fokkar ekkert í þessum tveimur!

Mesti húmoristinn? Valli Vals þegar hann dettur í galsann
Hver er verstur í skapinu? Þeir eru nokkrir með skap, en Arnar Freyr stendur vel uppúr

Hver er ruglaðastur? Hafliði Már Brynjarsson. Það þarf að passa sig á þessum í sturtuklefanum, Steve Dagostino fór útaf hlutum sem Hafliði gerði þar.

Hver er lengst í sturtu? Hafliði, lengi að skrúbba á sér ennið o.fl. staði