Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 13. maí 2009

K markaðurinn í Samkaupshúsinu

Við viljum minna fólk á að K markaðurinn er opinn mánudaga til laugardaga frá 13-19 í Samkaupshúsinu. Þar er hægt að fá nýjar og notaðar vörur á frábæru verði, allt til styrktar Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Einnig getur fólk komið með dót sem það hefur ekki not fyrir lengur og gefið markaðnum til sölu. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem hafa alltaf ætlað að taka til í skúrnum sínum eða háaloftinu og ekki vitað hvað gera eigi við fullkomnlega nothæft dót. Í því umhverfi sem ríkir í íslensku efnahagslífi, er mikilvægt að leita nýrra leiða til fjáröflunar, þar sem mörg fyrirtæki eru ekki í stakk búin lengur til þess að styðja við bakið á íþróttafélögum á Íslandi. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur fundið verulega fyrir þessari staðreynd að undanförnu og er K markaðurinn því himnasending fyrir félagið meðan að fólk heldur áfram að versla þar vörur. Sýnum samstöðu og höldum áfram að styðja við bakið á Körfuknattleiksdeild Keflavíkur, deildin þarf á því að halda um þessar mundir. Áfram Keflavík!

Kveðja,
Stjórnin