Fréttir

Kæru stuðningsmenn
Karfa: Karlar | 31. mars 2022

Kæru stuðningsmenn

Sælir kæru Keflvíkingar.
Mig langar til þess að byrja á því að þakka stelpunum okkar kærlega fyrir veturinn, en þær kláruðu þetta með stæl í gær í fyrri El Clasico vikunnar 🏀
Það er óneitanlega gríðarlega furðulegt að hafa ekki bæði liðin okkar saman í Playoffs, en við hlökkum bara til þess að sjá þær mæta ferskar & grimmar til leiks á næsta tímabili 💪
Eins og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að þá er liðið okkar karlamegin orðið ansi breytt frá síðasta tímabil, en það tók allmiklum en nauðsynlegum breytingum þegar tröllið okkar David Okeke því miður þurfti að meiðast elsku kallinn, en hann var búinn að vera geggjaður í vetur og maður sá frammá eitthvað alvarlegt beast mode í playoffs..!
En inn var fenginn frábær en allt öðruvísi leikmaður í honum Darius, sem er mun meiri 3-4 á meðan David bossaði teiginn með látum.
Svo báðum við að heilsa honum CJ vini okkar og tókum inn hrikalega flottan kana í Mustapha sem á án efa eftir að reynast okkur vel í úrslitakeppninni.
Maður sá það einhvern veginn semí strax á holningunni á honum að þakið hans gæti orðið helvíti hátt, sérstaklega sóknarlega og hann spilar leikinn eins og "alvöru kani"
Við vitum að Hjalti & strákarnir eru búnir að vera vinna hart undanfarið í að adjusta liðið að þessum breytingum og reyna að finna rétta Keflavíkurstílinn fyrir komandi körfuboltaveizlu.
Við gætum sennilega fengið að sjá meira mixture af gamla og nýja Kef boltanum, þar sem þetta lið er klárlega fært um nokkur sterk mismunandi lineup þar sem við getum tekið hlaupa & þrista leikinn með þessari gæðainnspýtingu í Mustapha og Darius, semog pickNrollað & poundað teiginn með HössDom fremsta í flokki.
En það er alveg klárt að ef þessi fallegi hópur okkar finnur leyniblönduna, þá eru okkur allir vegir færir !
Í kvöld munu þeir strákarnir fá nasaþefinn af alvöru playoffs vibes er við Kefvíkingar fjölmennum saman yfir lækinn og mætum með læti 💥
Það mun allt ráðast í þessari lokaumferð og ÆTLUM við að negla þetta 3.sæti & heimaleikjaréttinn með sigri i kvöld, og svona í leiðinni pissa létt í kampavínið hjá nágrönnum okkar.
En fyrst og allrafremst, mætum ÖLL, mætum SNEMMA og mætum í HVÍTU..
-Ungu peppstrákarnir okkar mæta grimmir með trommurnar fremst í stúkuna og við eldri verðum þarna allir í kringum þá, þar sem við ÖLL sameinumst í #HvítaKeflvískaHafinu og tökum yfir helvítis stúkuna !🔥
El Clasico er alltaf El Clasico...
Let's Go Get It !✊️
💙 ÁFRAM KEFLAVÍK 💙

Jóhann D. Bianco

 

Myndasafn