Kara á leið til Bandaríkjanna
Margrét Kara Sturludóttir hefur ákveðið að halda til náms í vetur. Kara mun leika með Elon-háskólanum og verður því annar leikmaður Keflavíkur sem leikur í USA í vetur því þar er einnig María Ben Erlingsdóttir.
Elon-skólinn er í Norður-Karólínu og lið skólans bera gælunafnið Phoenix. Liðið spilar í Southern Conference. Það er ljóst að þetta er mikil missir fyrir Keflavíkurliðið, því Kara hefur verið einn mesti frákastari liðsins síðustu ár. Við viljum nota tækifærið og óska henni alls hins besta í vetur.