Fréttir

Karfa: Karlar | 30. mars 2008

Karaktersigur á Akureyri og komnir í undanúrslit

 

Keflavík komst í kvöld í undanúrslit eftir góðan sigur á Þór í Síðuskóla á Akureyri,83-86 en Keflavík var undir í hálfleik 50-37.

Dagurinn var tekinn snemma og komið til Akureyrar um tvöleitið og kíkt á nágrannaslag Liverpool og Everton. Leikurinn hófst svo kl. 19.15 og fóru okkar menn sæmilega af stað. Jonni og Tommy hristu ferðaþreytuna úr sér og skoruðu fyrstu stig okka manna. Þórsarar náðu svo góðum spretti og komu stöðunni í 20-13 en okkar menn áttu gott áhlaup og staðan 25-20 eftir fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti var eign heimamanna sem voru að spila mjög vel. Okkar leikmenn virtust ekki vera mjög spenntir fyrir því að spila vörn sem hefur verið eitt aðalmerki liðsins í vetur.  Ekkert virtist ganga upp í þessum leikhluta og menn alls ekki að fara eftir skipunum Sigga þjálfara. Nafni hans Þorsteinsson sá þó til þess að forusta Þórsara yrði ekki meira ein raun varð vitni. Siggi átti hreint út sagt stórleik og gekk norðanmönnum ekkert að ráða við strákinn. Menn fóru þó alls ekki sáttir til leikhlés því 13.stig skildu liðin af í hálfleik. Fyrir utan Sigga átti Arnar Freyr góðan fyrrihálfleik og rétt eins og í leiknum í Keflavík virtist hann geta spólað sig í gegnum vörn heimamanna af vild.

Þórsarar byrjuðu þriðja leikhluta vel og sérstaklega gekk erfiðlega að eiga við Luka Marolt. Það var ekki fyrir enn Jonni var settur honum til höfuðs sem tókst að stoppa hann. Breidd Keflavíkur er góð og enda fóru Þórsarar fjótlega að lennda í villuvandræðum. Okkar menn söxuðu jafn og þétt á forustuna og undir í lok 3. leikhlutan staðan 71-67.

Cedric Isom fékk tæknivillu snemma í 4. leikhluta eftir að hafa lennt í rimmu við Gunnar Einarsson. Isom fékk svo sína 5. villu fjótlega og Gunni setti niður þrist og jafnaði leikinn 77-77. Þórsarar neituðu þó að gefast upp og börðust vel og lokamínútur leiksins urðu því æsispennandi. Þórsarar náðu að minnka leikinn niður í tvö stig, er um 10,5 sekúndur eru eftir fékk BA vítaskot, en náði aðeins að hitta úr öðru skotinu. Heimamenn brunuðu í sókn, og Magnús Helgason náðu góðu þriggja stiga skoti en boltinn einhvern vegin skoppaði upp úr körfunni, en Jón Nordal missti boltann er hann tók frákastið og Þór fékk því annað tækifæri til að jafna leikinn. Er um tvær sekúndur eru eftir af leiknum náði Óðin Ásgeirsson sæmilegu skoti að körfunni, en niður vildi boltinn ekki og Keflvíkingar því komnir í undanúrslit.

Frábær sigur hjá okkar mönnum enda Þór með gott lið og með sterkan heimavöll. Strákarnir stigu upp og náðu að vinna upp 15.stiga forustu heimamanna í seinnihálfleik. Fæstir áttu góðan fyrrihálfleik ef frá eru skildir Arnar, Siggi og BA.  Í þeim seinni var allt liðið að spila vel og kom Gunni frábærlega stemmdur inná sem smitaði út frá sér. Stemming í liðinu er frábær og framundan eru spennandi tímar í Keflavík.

Stigahæstir Siggi með 20.stig, B.A 18.stig, Arnar 15 og Maggi 11.

 

Tölfræði leiksins.

 

 

 

Mynd úr leiknum í gær  ( mynd smári )