Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 31. ágúst 2011

KARFA - "live" skráning í dag milli kl. 17.00-20.00

Nú fer körfuknattleikstímabilið að komst á fulla ferð og hefst dagskrá eftir æfingatöflu vetrarins frá og með n.k. mánudegi, 5. september. Taflan verður komin á heimasíðuna miðvikudag/fimmtudag.

Fyrirkomulag skráingar og greiðslna verður með nýju sniði líkt og hjá flestum deildum félagsins og munu fara fram rafrænt á vefnum á slóðinni: https://keflavik.felog.is/

Leiðbeiningar fyrir rafræna skráningu má nálgast hér

Einnig er skráningarhlekkur á forsíðu Keflavíkur sem er kjörið að nota þegar þessi frétt er dottin lengra niður á síðuna. ALLIR forráðamenn iðkenda eða sjálfráða iðkendur (fæddir ´93 og fyrr) þurfa að skrá sig og sína þar og ganga frá greiðslu. Vegna þessa nýja fyrirkomulags þurfa allir að greiða með greiðslukorti við rafræna skráningu.

Með þessu nýja skráningarkerfi verða skráningar iðkenda markvissari, allar upplýsingar um iðkendur svo sem heimili, sími og netfang eru eins réttar og þær geta orðið. Þjálfarar geta haldið utan um mætingar iðkenda sinna, stjórn deildarinnar hefur betri yfirsýn, innheimta verður skilvirkari og allt utanumhald með betra móti en áður. Aðeins þarf að innskrá hvern einstakling einu sinni í kerfið þótt hann æfi hjá fleiri en einni deild innan Keflavík.

Þeir sem nauðsynlega þurfa að nota annan greiðslumáta en greiðslukort, vilja sækja í spjall eða hafa frekari spurningar þurfa að mæta við innritun Körfuknattleiksdeildarinnar miðvikudaginn 31. ágúst milli kl. 17.00-20.00 í Félagsheimili Keflavíkur í Íþróttahúsinu við Sunnubraut, 2. hæð. Einnig er hægt að hafa samband við Svein Björnsson, gjaldkera Barna- og unglingaráðs ef einhverjar spurningar kvikna á netfangið; sveinn@hnh.is

Barna- og unglingaráð KKDK