KARFA-INNRITUN YNGRI FLOKKA
Innritun yngri flokka fer fram í K-húsinu við Hringbraut n.k. miðviku- og fimmtudag milli kl. 17.00 - 20.00 báða dagana.
Á næstu dögum verða kynntir til sögunar þeir þjálfarar sem munu starfa hjá deildinni næsta tímabil en sú vinna er á lokastigi í samráði unglingaráðs og nýráðins yfirþjálfara yngri flokka, Einars Einarssonar.
Æfingagjöld munu verða óbreytt frá fyrra ári og nauðsynlegt er að foreldrar/forráðamenn mæti til að innrita iðkendur og gangi frá greiðsluformi fyrir tímabilið. Það léttir okkur sjálfboðaliðunum sem störfum við þetta vinnuna.
Við minnum á og kynnum við innritun, hvatagreiðslur Reykjanesbæjar, sem er 7.000 kr. greiðsla sem hverjum iðkanda stendur til boða sem frádráttur á æfingagjöldum.
Vonumst til að sjá sem flesta bæði nýja sem eldri iðkendur.