Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 8. október 2010

Karfa; Sigrar hjá drengjaflokki.

Smá pistill um drengjaflokk.  Þeir hafa nú spilað þrjá leiki og haft sigur í þeim öllum.

 

Keflavík - Þór Ak 71-51.

 

Leikurinn var haldinn í Heiðarskóla, sunnudaginn 3. október 2010.  Keflavíkur-strákar komu ákveðnir til leiks og náðu strax 15 stiga forskoti  í fyrsta leikhluta og lögðu þar með grunninn að öruggum 20 stiga sigri á Þórsurum  frá Akureyri.

Seinni hálfleikurinn var mjög slakur hjá strákunum og vantaði alla einbeitingu til að klára leikinn með stæl.  En sigur er það sem skiptir máli og fengu ungir leikmenn að reyna sig í þessum leik. Aron Ingi, Siggi Bessi og Jói Ming fengu mikilvægar mínútur sem munu nýtast þeim síðar.

Stigaskor:

Siggi Viggi 20 stig

Kristján T 13 stig

Sævar Bón 13 stig

Andri Dan 10 stig 

aðrir minna.

 

Valur - Keflavík 44-107.

 

Strákarnir fóru í Vodafonehöllina sl. þriðjudag, 5. október 2010 og kepptu þar við Valsara.  Strákarnir mættu tilbúnir til leiks og ákveðnir að spila 4 leikhluta í botni. Eftir rólegar 4 mín tóku strákarnir mikinn kipp og breyttu stöðunni úr 8-7 í 29-7 og allir leimenn að spila hörku vörn.

Strákarnir tóku 35-2 run á 8 mín kafla í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 53-16.

Þrátt fyrir litla mótspyrnu frá Valsmönnum heldu okkar strákar áfram að spila grimma vörn og óeigingjarnan sóknarleik. Gaman er að nefna að 8 leikmenn skoruðu meira en 10 stig í leinum.

Ekki má gera upp leikinn án þess að nefna flotta innkomu Gísla Steinars í seinni hálfleik, þar sem kappinn gerði 13 stig í öllum regnbogans litum.

Stigaskor:

Sævar Bón 18 stig

Kristján T 16 stig

Atli Már  13 stig

Gísli Steinar 13 stig

Hafliði 12 stig

Andri Þór 12 stig

Ragnar 11 stig

Andri Dan 12 stig