Karfan - 8 stúlkur frá Keflavík í U15 landsliðsúrtaki
Átta stúlkur frá Keflavík hafa verið valdar í landsliðsúrtak fyrir U15 landslið KKÍ. Þetta eru Lovísa Falsdóttir, Eva Rós Guðmundsdóttir, Aníta Eva Viðarsdóttir, Kristjána Eir Jónsdóttir, Jenný María Unnarsdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir, Thelma Hrund Tryggvadóttir og Andrea Björt Ólafsdóttir. Stúlkurnar munu æfa undir stjórn Jóns Halldórs Eðvaldssonar landsliðsþjálfara í tvo daga milli jóla og nýárs.