Fréttir

Karfa: Unglingaráð | 13. ágúst 2009

Karfan blómstraði á unglingalandsmótinu

Um 60 unglingar á aldrinum 11-18 ára tóku þátt í körfuknattleikskeppni unglingalandsmótsins sem haldið var á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina, en alls voru rúmlega 80 keppendur frá Keflavík á mótinu.  Reyndar má segja að gríðarleg þátttökuaukning hafi orðið á landsvísu í körfunni því alls voru leiknir 186 leikir í ár en í fyrra voru þeir 84.  Keflavík sendi 6 kvennalið og 4 karlalið til leiks í öllum aldurflokkum og varð uppskeran 3 gull og 4 silfur.  

Árangurinn körfuknattleiksliðanna varð annars eftirfarandi;

Stelpur:

11-12 ára – 1. sæti

13-14 ára – 2. sæti (voru með tvö lið og kepptu í fótbolta líka og urðu í 6. sæti þar)

15-16 ára – 1. og 2. sæti (voru með tvö lið)

17-18 ára – 1. sæti (allar 15-16 ára þessar stelpur)

Strákar:

11-12 ára – 2. sæti

13-14 ára – 2. sæti (töpuðu samt ekki leik, en leikið var í tveimur riðlum, án úrslitaleiks)

15-16 ára – Náðu ekki í medalíu

17-18 ára – Sama lið og spilaði í 15-16 ára en náðu ekki í medalíu.

Hér að neðan má sjá nokkrar körfuboltatengdar myndir:

 

11-12 ára stelpurnar sigruðu í sínum aldursflokki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

11-12 ára strákarnir tóku silfrið í sínum flokki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Systurnar Bríet Sif og Sara Rún unnu silfur í flokki 13-14 ára stúlkna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

13-14 ára strákarnir urðu að láta sér lynda silfur þrátt fyrir að tapa ekki leik

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15-16 ára stelpurnar tóku bæði 1. og 2. sætið í sínum flokki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þær tóku einnig gullið í flokki 17-18 ára stúlkna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Strákarnir í flokki 15-16 ára í sjoppuslökun milli leikja

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Formaður Keflavíkur, Einar Haraldsson, aðstoðaði við verðlaunaafhendinguna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

og nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla, Guðjón Skúlason, plottaði í gemsann