Karfan; Sigur hjá drengjaflokki
Keflavík - Grindavík 73-52 (45-24).
Fyrsti leikurinn þetta tímabil hjá drengjaflokki fór fram í gærkvöldi á Sunnubraut þegar nágrannar okkar úr Grindavík komu í heimsókn.
Keflavíkurstrákar spiluðu vel í fyrsta leikhluta þar sem þeir náðu þægilegu forskoti 24-10. Fór Siggi Viggi þar fremstur meðal jafningja og setti niður 14 stig þar af fjórar 3ja stiga körfur. Í hálfleik var staðan 45-24 og Keflvíkingar í góðum málum. Seinni hálfleikurinn byrjaði alltof rólega hjá okkar strákum þangað til Einar þjálfari tók leikhlé og fór yfir málin. Eftir leikhléið kom flott 12-2 run og staðan orðin 61-37. Eftir þennann góða kafla slökuðu leikmenn aðeins of mikið á og Grindvíkingar heldu jöfnu í seinni hálfleik.
Liðið lék vel í heild en Andri Dan, Andri þór og Siggi Viggi fá samt plús í kladdann fyrir góða frammistöðu í leiknum í gær.
Stigaskor; Andri Þór 17 stig Siggi Viggi 17 stig Andri Dan 12 stig Kristján 11 stig Sævar 8 stig og Hafliði 8 stig aðrir minna
Næstu leikir hjá Unglinga- og drengjaflokki:
Föstudaginn 1.okt Keflavík - Valur kl.18.00 Toyota höllin Unglingaflokkur
Sunnudagur 3.okt Keflavík - Þór Ak kl.13.00 Heiðarskóli Drengjaflokkur
Áfram Keflavík.