Karfan um helgina - Leikjadagskrá
3. umferð á Íslandsmóti yngri flokka lýkur um helgina þegar fjöldi fjölliðamóta fer fram og þrír flokkar frá Keflavík verða í eldlínunni.
Helgin hefst þó í kvöld á meistaraflokki karla sem mætir liði Hauka á útivelli í 15. umferð Iceland Expressdeildarinnar. Leikurinn hefst kl.19.15 og verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði á heimasíðu KKÍ auk netútsendingar í beinni á Haukar-Tv, á slóðinni http://tv.haukar.is
Á morgun laugardag, leikur Unglingaflokkur karla á heimavelli gegn sameiginlegu liði Snæfells/Skallagríms og hefst leikurinn kl. 14.00 í Toyotahöllinni.
Á sunnudag, leikur Drengjaflokkur á heimavelli gegn liði Þórs Akureyri og hefst leikurinn kl. 14.00 í Toyotahöllinni.
Meistaraflokkur kvenna fer síðan í Grafarvoginn á sunnudag og leikur gegn liði Fjölnis í Dalhúsum kl.17.00 í 22. umferð Iceland Expressdeildarinnar.
AÐ LOKUM biðjum við alla stuðningsmenn deildarinnar að taka mánudagskvöldið frá þegar stórleikur 16. umferðar fer fram í IE-deild karla. Þá koma KRingar í heimsókn og hefst leikurinn kl.19.15.
Leikjadagskrá fjölliðamóta helgarinnar, 3. umferð er eftirfarandi:
7. flokkur drengja leikur á heimavelli og fer mótið að þessu sinni fram í Heiðarskóla. Drengirnir leika í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar
Minnibolti 11. ára stúlkna leikur í Grindavík í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar
9. flokkur stúlkna leikur fer í Ljónagryfjuna og leikur í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar
ALLIR Á VÖLLINN UM HELGINA - ÁFRAM KEFLAVÍK :)