Karla- og kvennalið Keflavíkur í harðri baráttu um helgina
Það verður sannkölluð körfuboltaveisla í Keflavík um helgina og mikilvægt að allir unnendur körfubolta haldi sig heima!
Það er komið að 8-liða úrslitum Iceland Express deildar karla. Á föstudagskvöld mætast Keflavík og ÍR í Toyota Höllinni. Fyrsta liðið til að sigra 2 leiki, kemst áfram í 4-liða úrslit. Því er til mikils að vinna í þessum fyrsta leik og mikilvægt að áhorfendur fjölmenni í húsið til að styðja við bakið á strákunum.
Á laugardaginn er komið að 4-liða úrslitum Iceland Express deildar kvenna. KR-stúlkur mæta í heimsókn í Toyota Höllina og ljóst er að hart verður barist. Fyrsta liðið til að sigra 3 leiki, kemst áfram í úrslitarimmuna. Hérna spilar heimaleikjaréttur stóran þátt í 4-liða úrslitum. Hvetjum alla til að láta sjá sig og styðja við bakið á stelpunum.
Eftirfarandi gildir í miðasölu úrslitakeppninnar um aldur og fl.:
Fullorðnir eru þeir sem fæddir eru 1994 og fyrr og borga fullt verð sem verður 1.200 kr. í ÍR seríunni og 1.000 kr. í KR seríunni.
Öryrkjar borga sem áður hálft verð.
Börn fædd 1999 og síðar fá frítt inn (mb. 11 ára og yngri)
Börn fædd 1995, ´96, ´97 og ´98 greiða 500 kr. – þau börn sem æfa hjá Keflavík á þessum aldri og hafa greitt æfingagjöld þurfa að nálgast aðgöngumiðann í miðasölunni þar sem við erum með lista sem merkt er í, gefa upp nafn og þurfa ekki að greiða fyrir miðann. Þetta gildir einnig um nokkra einstaklinga sem tilheyra 11.fl.ka., stúlkna- og drengjaflokki, þ.e. þeir einstaklingar sem ekki tilheyra æfingahópunum í meistaraflokkunum. Þeir einstaklingar eru þekktir af dyravörðum í öllum tilfellum.
Með þessum hætti þurfa allir eldri en 12 ára að framvísa einhverju í dyrunum fyrir utan leikmenn í m.fl. félagsins og þ.a.l. verður þeirra starf auðveldara.
ATHUGIÐ AÐ VILDARKORTIN GILDA EKKI Á ÞESSA LEIKI, NÉ AÐRA LEIKI Í ÚRSLITAKEPPNINNI.