Fréttir

Karlalið Keflavíkur Deildarmeistarar
Körfubolti | 1. maí 2021

Karlalið Keflavíkur Deildarmeistarar

Deildarmeistarar

Karlalið Keflavíkur tryggði sér deildarmeistaratitill í Dominos deild karla í gærkvöldi þegar liðið sigraði KR í hörkuleik.  Leikurinn var oft á tíðum nokkuð jafn og KR aðeins með yfirhöndina framan af leik.

Calvin Burks var stigahæstur Keflvíkinga með 25 stig og átti mjög góðan leik, Dominykas  Milka var með 24 og Deane Wiliams með 21. Arnórs Sveinsson skoraði 8 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 7 stig en skilaði 17 stoðsendingum.

Liðið hefur ekki tapað leik á heimavelli í allan vetur og hafa nú tryggt sér heimavallarétt í úrslitunum.  Næsti leikur strákana er á morgun sunnudag en þá heldur liðið norður á Sauðárkrók og spilar við Tindastól kl. 20:15.

Áfram Keflavík

 

Myndasafn