Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 15. desember 2009

Karlaliðið fékk Njarðvík í 8-liða bikar

Dregið var í 8-liða úrslit Subway-bikarkeppninnar í dag. Segja má að heppnin hafi verið með Keflavík karla og kvenna varðandi staðsetningu leikja, en bæði lið fengu heimaleik. Karlalið Keflavíkur fær heimaleik gegn Njarðvík en stelpurnar fá heimaleik gegn Hamar. Strákarnir eiga harm að hefna frá síðasta leik, en þá fóru Njarðvíkingar nokkuð auðveldlega með sigur af hólmi í Ljónagryfjunni. Stelpurnar unnu góðan sigur á Hamars-stúlkum fyrir stuttu í Toyota Höllinni og vonandi verður það sama uppi á teningnum þegar liðin mætast í janúar. Leikirnir fara fram 16. - 18. janúar 2010.

Drátturinn var eftirfarandi:

 

Kvennakeppninni:
Fjölnir - Laugdælir
Keflavík - Hamar
Njarðvík - Þór Ak
Snæfell - Haukar

Karlakeppnin:
Snæfell - Fjölnir
Keflavík - Njarðvík
Tindastóll - Grindavík
Breiðablik - ÍR

Leikið verður 16.-18. janúar.