Fréttir

Körfubolti | 7. apríl 2008

Kef City TV - Kef skvísur Íslandsmeistar 2008

Nú eru komin inn ný videó á Kef City TV frá þeim Sidda og Stinna, en þar eru stelpurnar okkar í sviðsljósinu eftir frækinn sigur á KR stelpum á föstudagskvöldið þar sem þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með glæsibrag með því að sweepa KR 3-0.

Þær fóru í gegnum þetta tímabil taplausar á heimavelli, og sweepuðu Úrslitakeppnina með bravör.

Innilega til hamingju með þetta elskurnar.

Hérna eru videóin, það fyrra er frá leiknum og það seinna með viðtölum, þar sem að meðal annars hin magnaða Keesha Watson er með falleg lokaorð til stuðningsmanna og velunnara Keflvíkurliðsins.    

Læt svo einnig linkinn á Kef City TV á Youtube þar sem að öll vídeóin munu koma inn í 'Urslitakeppninni í ár.

Njótið vel..

http://www.youtube.com/watch?v=Hd44uIo8MoY  (Kef-KR leikurinn)

http://www.youtube.com/watch?v=LnEOLnnaFo4 (Kef-KR viðtöl)

http://www.youtube.com/user/KefcityTV