Kef City TV að koma sterkt inn
Kef City TV er skemmtileg nýjung sem þeir Þorsteinn Lárusson og Sigurður Gunnarsson sjá um. Þættir þeirra hafa verið að vekja mikla athygli en meðal efnis eru brot úr leikjum Keflavíkur og viðtöl við leikmenn og þjálfara. Frábært framtak sem vonandi verður framhald á.