Kef City TV með nýjan þátt
Nýr þáttur er kominn í loftið frá Kef City TV þar sem farir er yfir leikinn í gær. Þorsteinn Lár ræðir þar við leikmenn beggja liða eftir leik og allir eru þeir sammála um að baráttan sé rétt að byrja. Vissulega fúlt tap og ljóst að margir leikmenn eiga mikið inni. Jonni, Sverrir og Hörður munu mæta brjálaðir til leiks á þriðjudaginn en þeir þrír voru varla með í gær.
Svo viljum við nota tækifæri og hvetja fólk til að mæta tímalega í Toyotahöllina og vera vel merktir Keflavík. Borgarskotið verður á sýnum stað og hver veit hvort "Hringlið" verði með.