Fréttir

Kef FanZone í B-Sal
Karfa: Karlar | 3. maí 2024

Kef FanZone í B-Sal

Kæru Keflavíkingar nú ætlum við að breyta aðeins til.
Fyrir leik Keflavíkur og Grindavíkur næst komandi laugardag ætlum við að vera með
Fan Zone í B-Salnum við Sunnubraut. Þar verður mikið húllum hæ og mun Prettybojtjokko stiga á svið til að hita upp mannskapinn fyrir átökin

Við hvetjum alla Grindvíkinga og Keflvíkinga til að sameinast á þessum frábæra viðburði.

Dagskrá:

17:30    Fanzone opnar í B-sal. Allir sem eru að koma á leikinn velkomnir.

             Bjór og burgers.

             Keflavíkurbolir til sölu.

18:30    PBT stígur á stokk og kemur liðinu í gír.

19:15    Keflavík – Grindavík.

 

Aðalinngangur verður lokaður og biðjum við alla áhorfendur um að  ganga inn um hurð á gervigrasvelli við Holtaskóla.
(Sjá mynd)Keflvíkingar sem vilja tryggja sér miða á leikinn senda á gulla@keflavik.is