KEF leikur gegn Finnsku Meisturunum
Nú fyrir stundu var dregið í Europe Cup Challenge eða Áskorendabikarkeppni Evrópu.
Þær breytingar hafa átt sér stað í þessari keppni að nú er leikið í 8 3ja liða riðlum. Segja má að styrkleiki Evrópukeppni FIBA hafi aukist enda er nú aðeins 3 keppnir í boði, en þær hafa hingað til verið 4. Keppnin er ekki lengur deildarskipt, heldur er það nú svo að 2 efstu lið hvers riðils komast áfram og spila næst í 4ra liða riðli gegn liðum sem einnig komust upp úr sínum riðli. Þau 2 liðs sem fara upp úr okkar riðli leika síðan í riðli með CAB Madeira Funchal frá Portúgal, Bakken Bears frá Danmörku og Tulip Den Bosch frá Hollandi.
Keflavík dróst í riðli með Finnska liðinu Lappeenranta NMKY og Úkraínska liðinu Sumihimprom Sumy.
Lappeenranta NMKY sigruðu Finnsku deildina í síðasta tímabili.
Í liðinu léku m.a. :
Andre Foreman (USA) sem valinn var besti leikmaður Finnsku deildarinnar sl.tímabil og auðvitað valinn var í úrvalslið Finnsku deildarinnar.
Matt Williams (USA) sem valinn var í úrvalslið Finnsku deildarinnar.
Pasi Riihela (FIN) sem valinn var í úrvalslið Finnsku deildarinnar og valinn besti Finnski leikmaður deildarinnar. Finnskur Landsliðsmaður
Chanan Colman (DEN/USA) sem valinn var í Bosman lið Finnsku deildarinnar. PG í Danska Landsliðinu. Hann leikur reyndar ekki með liðinu á næsta tímabili.
Þjálfari liðsins er Turunen Mika en hann var valinn Þjálfir ársins sl. tímabil.
Gaman að geta þess að Friðrik Stefánsson lék einmitt með þessu liði þegar hann lék í Finnsku deildinni.
Sumihimprom Sumy. Enduðu í 4. sæti eftir deildarkeppnina en töpuðu í 8 liða úrslitum fyrir MBC Odessa. Vitum á þessari stundu ekki mikið meira um þetta lið.
Leikirnir fara fram sem hér segir:
Miðvikudaginn 26. október 2005. Lappeenranta NMKY – KEFLAVÍK í Finnlandi
Föstudaginn 28. október 2005. Sumihimprom Sumy – KEFLAVÍK í Úkraínu
Fimmtudaginn 3. nóvember 2005. KEFLAVÍK - Lappeenranta NMKY í Keflavík
Fimmtudaginn 17. nóvember 2005. KEFLAVÍK - Sumihimprom Sumy í Keflavík