Fréttir

Körfubolti | 9. nóvember 2006

Kef stelpur enn ósigraðar

Stelpurnar okkar tóku í gærkvöldi á móti liði Hamars og er skemmst frá því að segja að þær unnu góðan sigur 96-59, en staðan í hálfleik var 51-27.   Stelpurnar eru nú ósigraðar í 4 leikjum og tróna á toppi deildarinnar ásamt Haukastelpum með 8 stig.

Stigaskorunin dreifðist vel yfir liðið, en Bryndís var stigahæst með 18 stig, Kesha og María Ben 17 og Ingibjörg 11.  Kara reif niður heil 17 fráköst og varði 5 kvikindi. Maður gæti haldið svona við fyrstu kynni að ef maður skoðaði stattið og vissi ekki betur  en þá gæti maður haldið að þarna væri um að ræða 190 cm helmassaðan trukk undir körfunni, en ekki þessa nettu stelpu, sem hefur verið að bæta leik sinn með hverjum leiknum og verið að skila mjög flottum tölum.  Enda hefur hún ekki langt að sækja skapið, en Sturla Örlygsson var landsfrægur baráttuhundur hér á árum áður.  Mæja Ben hirti einnig 11 fráköst.  Bryndís var með flotta nýtingu, 50% inní teig og 10 af 11 í vítum. Mæja var með 7/11 inní teig og 3 af 4 í vítum.     

Næsti leikur hjá stelpunum okkar er ekkert slor, útileikur gegn sjálfum 'Islandsmeisturunum í Haukum á 'Asvöllum á sunnudaginn 12.nóv kl 14:00, og hvetjum við alla Keflvíkinga til þess að fjölmenna á leikinn og sýna stelpunum stuðning.  Með sigri skjótast þær á toppinn og má búast við hörku hörkuleik næstkomandi helgi.

ÁFRAM KEFLAVÍK!

 

-Drummer