Fréttir

Körfubolti | 31. október 2006

Kef stelpur unnu ÍS

Margét Kara Sturludóttir átti stórleik fyrir Keflavík sem lagði ÍS í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld, 63-72.

Hún skoraði 22 stig, tók 16 fráköst og gaf 7 stoðsendingar auk þess að stela 7 boltum og verja 2 skot. TaKesha Watson kom henni næst með 21 stig. Leikurinn var jafn til að byrja með og í hálfleik var staðan 35-37 fyrir Keflvíkinga, en leikurinn fór fram í húsi KHÍ í Reykjavík.

Stigahæst Stúdína var Njarðvíkingurinn Lovísa Guðmundsdóttir sem gerði 19 stig.

Keflavík hefur þá unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni, líkt og meistaralið Hauka, en Stúdínur hafa unnið einn af þremur.

Kara hefur einmitt vakið mikla athygli fyrir góða baráttu og hversu dugleg hún er að rífa niður fráköst.  Virkilega fjölhæf stelpa hér á ferð og verður gaman að fylgjast með henni í vetur.  Bryndís var einnig dugleg og tók 11 fráköst    Liðið okkar lofar mjög góðu og verður spennandi að sjá til stelpnanna í vetur og vonandi að þær slái nú Haukastelpum við, en þær eru sjálfar með geysilega gott lið, en ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessum vetri hjá stelpunum.

Þess má svo til gamans geta að í fyrsta skipti í kvöld í íslenskri körfuboltasögu dæmdi kona leik í efstu deild kvenna, en Indíana Sólveig Marquez dæmdi leik ÍS og Keflavíkur ásamt Rögnvaldi Hreiðarssyni. Sólveig er 28 ára gömul og hefur dæmt hátt í 100 leiki á vegum KKÍ síðan hún hóf að dæma haustið 2003. Indíana hefur auk þess dæmt neðri deildum og yngri flokkum á Spáni í eitt tímabil. Þetta er frábær áfangi hjá KKÍ og Indíönu og verður vonandi til þess að fleiri konur taki upp flautuna og freisti þess að hefja dómaraferil í íþróttinni.           'Eg sá þessa stelpu dæma í leik á Laugarvatni um daginn, og hún var virkilega góð og með góð tök á leiknum, og þegar maður talaði við hana eftir leikinn þá skynjaði maður mikinn áhuga og skilning á íþróttinni að hennar hálfu, þannig að það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.

Næsti leikur hjá stelpunum okkar er svo miðvikudaginn 8.nóv gegn Hamar/Selfoss í Keflavík kl 19:15.

-Drummer

Næstu leikir, úrslit og tölfræði