Fréttir

Kefavík - Snæfell í TM höllinni
Körfubolti | 20. október 2016

Kefavík - Snæfell í TM höllinni

3. umferð Dominosdeildar Karla fer fram í kvöld, Fimmtudaginn 20 október, þegar Snæfell kemur í TM höllina.
Nýjustu fréttir eru þær að Hörður Axel hefur samið við lið í Belgíu og mun því ekki leika með Keflavíkurliðinu. Það verður því spennandi að sjá yngri strákana stíga upp og eru þeir vel í stakk búnir að taka á móti áskoruninni. KKDK vill óska Herði Axeli alls hins besta í Belgíu og vonum við að hans ljós skíni sem skærast á vellinum. 
 
Viljum við hvetja alla stuðningsmenn til að mæta á völlinn til að HVETJA OG STYÐJA liðið OKKAR til sigurs. Önnur óþarfa ummæli í garð andstæðinga eða dómara skulu látin kyrrt liggja og eiga ekki heima á stuðningsmannapöllunum. 
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur harmar þau ummæli sem áttu sér stað á stuðningspöllunum í leik Keflavíkur og Skallagríms í Dominosdeild Kvenna. Slík hegður er þvert á stefnu félagsins og gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir að slíkt atkvit endurtaki sig. Virðum andstæðinginn og leikinn sjálfan.
 
Áfram Keflavík