Fréttir

Karfa: Karlar | 10. mars 2010

Keflavík - Njarðvík á morgun!

Nágrannaslagur af bestu gerð verður háður á morgun í Toyota Höllinni, en þá mætast stórveldin Keflavík og Njarðvík. Baráttan mun verða í algleymingi og ljóst er að miðað við stöðu liðanna í deildinni, þá má hvorugt liðið gefa þumlung eftir. Bæði lið eru jöfn að stigum í öðru sæti deildarinnar, en eins og staðan er í dag hefur Njarðvík betri stigahlutfall. Grindvíkingar sitja þarna með þeim í öðru sætinu, en þeir eiga erfiðan leik gegn Snæfell í næstum umferð á útivelli. Ljóst er að allt getur gerst og þarf ekki nema þumlung til þess að lið hoppa upp eða niður um nokkur sæti.

Við viljum sjá alla í húsinu á morgun til að styðja við bakið á sínu liði, og þá erum við bæði að tala um Keflvíkinga sem og Njarðvíkinga. Það vita það allir að stemningin í húsinu verður bara betri og betri eftir því sem fleiri mæta til að styðja við bakið á sínum mönnum.

Leikurinn hefst klukkan 19:15

Áfram Keflavík!