Keflavík - Njarðvík "sá klassíski" í kvöld
Nú er komið að því, sjálf rimman um Reykjanesbæ. Íþróttaviðburðurinn sem snertir alla bæjarbúa. Mestu íþróttaspekingar landsins eru á sama málu um að þetta sé einn stærsti leikur vetrarins og þó nokkur sæti skilji liðin að á töflunni breytir það engu máli þegar á hólminn er komið. Hér er leikið upp á stoltið, bæði lið ætla sér sigur og bæði lið ætla vinna montréttinn, amk. fram að næstu viðureign.
Leikmenn og þjálfarar eru á einu máli um það að þetta sé leikurinn sem alla hlakkar til að spila. Fjölmiðlar hafa mikið fjallað um þennan leik í vikunni og stemningin orðin mikil, því búast má við fullu húsi. Leikurinn hefst kl 19:15 en við mælum með því að fólk mæti snemma til að tryggja sér sæti.
Keflvíkingar ætla að grilla fyrir leikinn og því þarf ekki að hafa áhyggjur af kvöldmatnum.
Við hvetjum alla bæjarbúa til að mæta á völlinn og styðja sitt lið.
Áfram Keflavík!