Fréttir

Karfa: Karlar | 17. október 2008

Keflavík - Þór í Toyotahöllinni í kvöld

Keflavík mætir Þór frá Akureyri í kvöld í fyrstu umferð í Iceland Express-deildinni. Liðin mættust í Powerade-bikarnum á undirbuningstímabilinu og endaði sá leikur með sigri okkar manna, 100-81.

Þór er eitt af útlendingaliðunum í deildinni því með þeim leikur Cedric Isom sem átti frábært tímabil í fyrra, var með 26. stig í leik. Þór hafnaði í 8. sæti í deildinni og er spáð 6. sæti í ár. Þeir hefur fengið til sín Njarðvíkinginn Guðmund Jónsson, sem farið hefur mjög vel af stað með liðinu á undirbúningstímabilinu. Þá hafa þeir Björgvin Jóhannesson og Björn Benediktsson gengið til liðs við félagið og síðast en ekki síst þá hefur hinn gamalreyndi refur Böðvar Kristjánsson tekið fram skóna að nýju. Böddi á að baki 8 leiktímabil í efstu deild, bæði með Þór og Keflavík. 

Leikurinn hefst kl. 19.15 og hvetjum við alla Keflvíkinga til að mæta og hvetja sitt lið.