Keflavík á Hólminn á morgun
Keflavík fer á Stykkishólmi á morgun í sínum öðrum leik í Iceland Express deildinni í vetur. Keflavík byrjaði tímabilið með látum fyrir viku síðar þegar þeir löggðu Grindvíkinga með 25 stigum. Stigahæstur í þeim leik var B.A. Walker með 31 stig en hann var einnig í öðru sæti í besta framlagi leikmanns í fyrstu umferð.
Snæfell byrjaði veturinn með tapi fyrir nágrönnum okkar úr Njarðvík, 84-71. Snæfellingar eru með mjög gott lið í ár og því kom lítil mótspyrna þeirra í leiknum nokkuð á óvart enda spáð öðru sæti í deildinni. Sterkustu leikmenn Snæfellinga eru Hlynur Bæringsson, Sigurður Þorvaldsson, Jón Ólafur Jónsson og Justin Shouse. Snæfell er Powerade-meistari 2007 eftir sigur á KR, 72-65.
Heyrst hefur að hópur stuðningsmanna Keflavíkur ætli að mæta á leikinn enda enginn svikinn af viðureignum þessara liða í gegnum tíðina. Áfram Keflavík
Tommy skoraði 21. stig í leiknum gegn Grindavík. ( mynd vf.is )