Keflavík á toppinn eftir sigur á Hamar/Selfoss
Keflavík sigraði Hamar/Selfoss í Iceland Express-deildinni og smellti sér á toppinn ásamt Njarðvík. Forskot Keflavíkur var sjaldan mikið í leiknum og gekk erfilega að hrista gestina af sér. Erfilega gekk að ráða við Clifton Cook í fyrri hálfleik og skoraði hann 18 stig. Í seinni hálfleik tókst að stoppa hann og skoraði hann ekki nema 2 stig. Vörnin var sem sagt ekki upp á sitt besta og fengu þeir frekar auðveldar körfur og þó nokkuð vantaði uppá varnarfráköst. Arnar Freyr fékk sínu þriðju villu í byrjun annas leikhluta og hvíldi það sem eftir var að honum. Elli kom nokkur sterkur inn og var kominn með 10 stig í fyrri hálfleik og Halldór átti ágæta spretti og setti niður mikilvægan þrist.
Í seinn hálfleik skipti mestu máli að það tókst að stoppa Cook en Hamar/Selfossi tókst þó að jafna um miðja þriðja leikhluta 65-65. Eftir það jókst munurinn jafn og þétt og munaði miklum að Maggi og Arnar Freyr fóru í gang. Sverrir og Jonni spiluðu vörnina vel, Sverrir stal nokkrum boltum og Jonni blokkaði 2 skot glæsilega. Einnig átti Gunnar Einarsson ágæta spretti undir lok leiksins en nafni hans Stefánsson fann ekki fjölina sína í leiknum.
Í stuttu máli Elli og Dóri bestir í fyrri hálfleik og Maggi, Arnar og Jonni í þeim seinni. Mjög mikilvægur sigur í höfn og sá þriðji í röðinni og síðasti án AJ. Næsti leikur er á fimmtudaginn næsta á móti Skallgrím í Borgarnesi og verður þá liðið fullskipað í fyrsta sinn í langan tíma.
Stighæstur heimamanna var Magnús Þór Gunnarsson sem skoraði 23 stig. Næstir voru Arnar Freyr með 15 stig og þar af 12 af þeim í seinni háfleik, Elentínus skoraði 12 stig , Jonni 11, Gunnar E. 10 og Halldór 9 stig.