Keflavík áfram á útivelli í bikar
Dregið var í forkeppni og 32 liða úrslit í Lýsingarbikar karla í körfuknattleik í dag á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Það var hinn góðkunni Sveppi eða Sverrir Þór Sverrisson sem sá um dráttinn að þessu sinni.
Keflavík mætir annað hvort ÍBV eða Hamar B en þjálfari ÍBV er Keflvíkingurinn Björn Einarsson. Keflavík B sem skipað er gömlum stjörnum Keflavíkurliðsins mætir Fjölni í forkeppninni.
Forkeppni (leikið á næstu dögum)
ÍBV-Hamar B
Fjölnir B-Keflavík B
Leiknir-Breiðablik B
Snæfell B-KV
32 liða úrslit
UMFH-UMFG
Valur-Hamar
Reynir-FSu
Ármann-Skallagrímur
ÍBV/Hamar B-Keflavík
Fjölnir B/Keflavík B-Þór Akureyri
KR B-Fjölnir
Leiknir/Breiðablik B-Þór Þorlákshöfn
Mostri-ÍR
Snæfell B/KV-Höttur Egilsstöðum
Valur B-UMFN
KFÍ-KR
Haukar B-Stjarnan
Glói-Þróttur Vogum
Haukar-Snæfell
Breiðablik-Tindastóll
Keppt verður í forkeppninni á næstu dögum en 32 liða úrslitin verða leikin helgina 23.-25. nóvember.