Fréttir

Körfubolti | 26. nóvember 2006

Keflavík áfram eftir auðveldan sigur á Egilstöðum

32 - liða úrslit verða um helginaKeflavík fór létt með Hött frá Egilstöðum í 32 liða úrslitum Lýsingabikar í dag. Keflavík verður því með 2 lið í 16.liða úrslitum þetta árið því B liðið sló út KFÍ fyrr í dag.

Það var ljóst strax í upphafi í hvert stefndi enda forusta liðsins 24 stig eftir fyrsta leikhluta, 11-35.  Strákarnir hægðu þó heldur á sér í í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 39-59. Jonni, Arnar Freyr og Sverris Þór hvíldu í leiknum í dag enda mikið álag á liðinu þessa dagana.  Aðeins fóru því 9. leikmenn með liðinu austur og skiptu leiktímanum og stigum bróðurlega á milli sín.

Tim Ellis átti góðan dag og var með 42 stig og 10 fráköst. Thomas var með 17 stig, Þröstur 13, Maggi 12, Jón Gauti 9, Siggi Þ. og Gunni 8 stig og Siggi Sig. 7 stig

Tölfræði leiksins