Fréttir

Karfa: Karlar | 12. desember 2011

Keflavík áfram í bikarnum

Keflvíkingar náðu í kvöld að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar, en leikið var í Seljaskóla. Þessi lið hafa leikið hörkuleiki í gegnum tíðina og ekki var við öðru að búast í kvöld þegar liðin mættust. Svo fór að Keflvíkingar lönduðu góðum sigri 85-102.

Það voru ÍR-ingar sem voru sprækari í fyrri hálfleik og leiddu nánast allan hálfleikinn. Þeir náðu mest 12 stiga forskoti, en Keflvíkingar spíttu í lófana rétt undir lok hálfleiksins og settu 9 stig gegn 2 hjá ÍR á síðustu tveimur mínútunum. Staðan í hálfleik var 46-41.

ÍR-ingar voru ekki á því að missa leikinn frá sér í seinni hálfleik og héldu áfram að vera með forystu, en Keflvíkingar náðu að taka völdin undir lok 3. leikhluta þegar þeir komust yfir. Keflvíkingar áttu 4. leikhluta algjörlega og gerðu vonir ÍR-inga um að komast áfram að engu. Keflavík skoraði 31 stig gegn 16 í leikhlutanum og lokatölur 85-102.

 

Tölfræði kvöldsins: