Fréttir

Körfubolti | 8. janúar 2006

Keflavík áfram í Bikarnum

Keflavík komst í kvöld í 8. liða úrslit Bikarkeppni kki og Lýsingar þegar þeir sigruðu Tindastól á Sauðarkróki. Keflavík var yfir í hálfleik 27-42, en lokatölur voru 67-89.   Keflavík spilaði sem kunnugt er án AJ Moye sem tók út fyrsta leikinn í þriggja leikja banni sem hann var dæmdur í. Sigurinn var sem sagt öruggur frá fyrstu mínutu og yfirburðir okkar manna töluverðir. Allt liðið lék vel í leiknum og áttu Halldór Örn og Jón Norðdal til að mynda mjög góðan leik. Guðjón Skúlason lék 2. síðustu mínutur leiksins. Tölfræðin kemur síðar.

Þau lið sem komin eru í 8 liða úrslit eru

Keflavík, Grindavík, KR, Njarðvík, Snæfell, Hamar/Selfoss.  Haukar eða Þór, Valur eða Skallagrímur.