Keflavík án vandræða í 8-liða úrslit Lýsingarbikar
Strákarnir komust auðveldlega í gegnum 16 liða úrslitin í kvöld með sigri á Fjölni, 85-111 í Dalshúsi Grafarvogi. Keflavík var með leikinn í öruggum höndum allan leikinn enda mæti liðið ákveðið til leiks eftir óvænt tap gegn heimamönnum í siðasta leik.
Tim Ellis átti mjög góðan leik og var ekki að sjá á honum nein þreytumerki. Tim var í hópnum sem varð eftir í Úkraínu og kom heim degi of seint. Það má segja að liðsheildin af unnið leikinn og í raun þurfti ekki stórleik til. Nokkrir lykilmenn voru hvildir eða léku lítið enda mikið álag á hópnum um þessar mundir.
Tim var stigahæstur með 35 stig og 15 fráköst. Maggi skoraði 16 stig, Gunni 15 stig, Þröstur 11 stig, Arnar 9 stig og Sverrir 8 stig.
Myndir af vf.is