Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 12. nóvember 2006

Keflavík B - 9. flokkur stúlkna

Keflavík B í 9. flokki stúlkna er skipað leikmönnum sem allir eru einu eða tveimur árum yngri.  Þær spiluðu sitt annað fjölliðamót vetrarins í Hveragerði nú um helgina.  Þær stóðu sig ágætlega þrátt fyrir að ná sér aldrei almennilega á flug.  Þær enduðu í 3. sæti þar sem þær unnu þrjá en töpuðu tveimur leikjum.

Úrslit leikja voru þessi:
Keflavík B – Haukar 42 – 62
Keflavík B – UMFN  39 – 54
Keflavík B – UMFG  68 – 14
Keflavík B – UMFH  27 – 25
Keflavík B – Hamar/ Self. 37 – 33
 
Að öllum öðrum ólöstuðum stóð Telma Lind Ásgeirsdóttir sig best en aðrar áttu góðar skorpur inn á milli.  Stelpurnar eru að mæta svæðisvörn í fyrsta skiptið og eiga reyndar svo margt annað einnig eftir ólært en koma tímar þá koma ráð.  Stefnan er sett að vera á meðal þremur efstu liða í lok móts en það er mjög svo raunhæft markmið.

Heildarstigaskor:
Telma Lind Ásgeirsdóttir  61
Árný Sif Gestsdóttir   41
María Ben Jónsdóttir  30
Sigrún Albertsdóttir   20
Lovísa Falsdóttir   19
Aníta Eva Viðarsdóttir  12
Árnína Lena Rúnarsdóttir  10
Kristjana Vigdís Ingvadóttir    8
Sara Dögg Margeirsdóttir    6
Erna Hákonardóttir     6
 
Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari 8. flokks stúlkna.