Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 19. nóvember 2007

Keflavík-b á siglingu!

Keflavík-b vann sinn annan leik á tveimur dögum. Jálkarnir eru greinalega að finna sinn hraða og skynsemin farin að ráða ferðinni. Í kvöld fór fram leikur í Lýsingarbikarnum á móti Fjölni-b í Rimaskóla í Grafarvogi, en bara síðustu helgi lágum drengirnir fyrir sama liði. Því voru leikmann kef.-b enn ákveðnari að beita skynseminni í kvöld. Keflavíkurliðið með Elentínus fremstann í flokki, Guðbrand einan á bekknum og Alla og Gauja enn að leita að íþróttahúsinu þegar leikur hófst, byrjuðu betur og voru yfir 9-14 eftir fyrstu lotu. Alli og Guðjón komu svo sterkir inn í aðra lotu og vildu keyra upp hraðann og gaf það Fjölnismönnum aðeins lausan tauminn og stóðu leikar í hálfleik 25-26. Eftir þrjár lotur var staðan svo 36-46 og Keflavíkur-unglingarnir alltaf skrefinu á undan, enda hraðanum haldið vel niðri. Í loka fjórðungnum gerðu Fjölnismenn gott áhlaup og náðu að minnka muninn en náðu aldrei yfirhöndinni. Leikurinn endaði með sigri Keflavíkur 71-77 og mæta þeir Þór Akureyri hér á heimavelli í næstu umferð Lýsingarbikarins.

Aðeins er farið að kvarnast úr hópnum, þar sem meiðsli og andlegt hugarfar manna ekki alveg klárt í svona alvöru leiki. Eins og Fosterinn orðaði það svo skemmtilega eftir bikarsigur Keflavíkur á móti Njarðvík hér um árið. "When the meat is on the table, the real men show up to eat". 
Við þurftum því að leita í yngriflokka félagsins og fengum Almar Stefán úr drengjaflokki til að gæta teigsins fyrir okkur í kvöld.  Þeir sem léku í kvöld auk Almars voru Albert Óskars., Birgir Guðfinns., Elentínus Margeirs., Guðbrandur Stefáns., Guðjón Gylfa., Guðjín Skúla.,Matti Stefáns. 

Nú er sporvagninn kominn á sporið og fjörið að byrja!

Áfram Keflavík