Fréttir

Körfubolti | 26. nóvember 2006

Keflavik B áfram í bikarnum. Tölfræði

32 - liða úrslit verða um helginaKeflavík B est  með Fal Harðar og Guðjón Skúlasson í farabroddi komst áfram í  Lýsingarbikarnum.  Keflavík sigraði Kfí á Ísafirði 92-99, en með liðinu léku ungir efnilegir strákar frá Keflavík ásamt Jermain Willams. 

Stigahæstur var Jermain með 36 stig og 13 fráköst. Falur skoraði 19 stig, 7 fráköst og setti niður 5 þrista. Guðjón Skúlas. var með 13 stig og smellti niður 3 þristum. Palli Kristins. var með 11 stig, Elvar Sigurjóns. 10 stig og Axel Margeirs. 9 stig.  Adam lék einnig með liðinu.

Það verður spennandi að fylgast með bikardrættinum í vikunni en í næstu umferð bætast við nokkrir efnilegir leikmenn á borð við Jón KR. Alla Óskars, Hrannar Hólm, Sigga Ingimundar og fl.  Ekki veitir af því aðeins voru 7 leikmenn sem fóru vestur og því mikið álag á strákunum í leiknum.

Tölfræði leiksins.