Keflavík B tekur á móti bikarmeisturum á sunnudag
Keflavík B tekur á móti Grindavík í 16 liða úrslitum í Lýsingarbikar kki á sunnudagskvöldið kl. 19.15. Eins kunnugt er sló liðið út 1.deildarlið KFÍ í 32 liða úrslitum 92-98 í hörku skemmtilegum körfuboltaleik.
Með liðinu leika margar gamlar stjörur s.s Falur Harðar og Guðjón Skúlasson. Einnig mun leika með á sunnudaginn Albert Óskarsson, Jón Kr Gíslasson og fl. en Jermain og nokkrir ungir framtíðarleikmenn leikmenn Keflavíkur leika einnig með liðinu.
Við hvetjum alla til að fjölmenna á frábæra skemmtun á sunnudaginn en nánar verður fjallað um leikinn þegar nær dregur.
Guðjón Skúlasson ætlar að smella nokkrum þristum á sunnudaginn