Fréttir

Karfa: Konur | 5. mars 2008

Keflavík deildarmeistari eftir sigur á KR

Keflavík skellti KR í DHL-Höllinni 59-90 í næst síðustu umferð Iceland Express deild kvenna. Stelpurnar eru þar með orðnar deildarmeistarar árið 2008 og með heimleikjaréttinn út úrslitakeppnina. 

Keflavík mætir Haukum í undanúrslitum og í hinu einvíginu mætast KR og Grindavík.

Liðin höfðu spilað 3. leiki á tímabilinu og sá fyrsti 7. nóv. fór 69-66 fyrir Keflavík.  Næst mættust liðin í DHL-höllinni og þar höfðu KR stelpur betur 90-81. Í síðasta leik liðanna sem fram fór í Keflavík hafði Keflavík betur, 97-87. Flestir bjuggust því við spennandi leik allt til loka og þannig leit það út, því í fyrrihálfleik var jafnræði með liðunum. Keflvíkingar voru þó ávallt skrefinu á undan og leiddu 35-42 í leikhléi þar sem Susanne Biemer var komin með 12 stig.

Stelpurnar hertu svo tökin í þriðja leikhluta og náðu18. stiga forustu. Eftir það var leikurinn í raun búinn því KR stelpur gáfust upp og völtuðu stelpurnar yfir heimamenn eins og áður sagði 59-90 með sterkum varnarleik.

Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst með 19 stig og næst henni var Susanne Biemer með 17 stig. Rannveig og Kara voru með 11. stig, Birna 10. stig, Kesha 7. stig, Hrönn 6. stig, Halldóra 5. stig og afmælisbarnið Ingibjörg var með 4. stig.

Það er ástæða til að óska stelpunum og Jonna þjálfara til hamingju með titilinn. Liðið mætir fullt sjálftraust í úrslitakeppnina enda að spila mjög vel um þessar mundir.

Tölfræði

Sigri fagnað í kvöld. mynd jbo@vf.is