Fréttir

Körfubolti | 9. mars 2006

Keflavík deildarmeistari eftir sigur á Njarðvík

Keflavík er deildarmeistari árið 2006 eftir að hafa rúllað Njarðvíkingum upp í toppslag deildarinnar í kvöld. Keflavík mætir því Fjölnir í 8 liða úrslitum og er fyrsti leikurinn í Sláturhúsinu 16 mars.

Njarðvík byrjaði leikinn betur í gær og komst yfir 0-9 og 2-13. Njarðvíkingar virtust mjög beittir og td náði Brenton að ''hefna'' fyrir blokkið svakalega í síðasta leik, með því að ''blokka'´skot frá AJ. Siggi tók leikhlé og bjart yfir Njarðvíkingum í stúkunni. Keflavík komst inn i leikinn í rólegheitum en Njarðvík leiddi eftir fyrsta leikhluta 15-19.

 

Í öðrum leikhluta fóru hlutirnir heldur betur að gerast hjá Keflavík og varð leikurinn talsvert harður á þessum kafla. Vörnin skellti í lás og Njarðvíkingar í miklum vandræðum í sókn sem sést best á því að þeir skoruðu aðeins 10 stig í leikhlutanum gegn 26 stigum heimamanna. Þegar flautað var til leikhlés var forusta Keflavíkur því 12 stig sem þykir kanski ekki mikið en að halda Njarðvík undir 30 í hálfleiknum alveg magnað.

 

Áhorfendur bjuggust því við Njarðvíkingum snarvitlausum í seinni hálfleik og oft í vetur hefur 3. leikhluti ekki verið góður hjá Keflavík. En þannig var það sko ekki þetta skiptið, því það voru Keflavíkingar sem komu snarvitlausir til leiks og greinilega ákveðnir að ganga á lagið. AJ fór hamförum, Maggi fór í gang og allt liðið með. Í stöðunni 56-35 fékk Halldór Karlson sína 4 villu og var alls ekki sáttur við dómarar leiksins og sagði vel valin orð sem endaði á því að Dóri var rekinn út úr húsi og á í vændum leikbann. Við þetta slökknaði endanlega á Njarðvíkingum og stuðningsmenn Keflavíkur fögnuðu ógurlega. Staðan eftir þriðja leikhluta 74-38 og leikurinn í raun búinn. Njarðvíkingar skoruðu því aðeins 9 stig í leikhlutanum gegn 33 stigum hjá Keflavík.

Í 4. leikhluta voru Keflavíkingar heldur værukærir og leyfðu gestunum að saxa heldur mikið á forskotið sem var 36 stig en fór niður í 16 stig áður en flautar var til leiksloka. Á þessum kafla voru lykilmenn hvíldir og áhorfendur biðu eftir að flautað væri og bikarnum fagnað

 

Það verður að teljast magnaður árangur að ná deildarmeistaratitlinum eftir að hafa verið að elta Njarðvík í mest allan vetur. Eins og oft áður er liðið í fanta formi á þessum tíma og leikmenn farnir að einbeita sér að markmiði vetrarins sem er að hampa Íslandsbikarnum fjórða árið í röð.

 AJ Moye var óstöðvandi í leiknum og sá til þess að Jeb Ivey var í miklum erfiðleikum . Að öðrum ólöstuðum var AJ maður leiksins enda kappinn með 37 stig og 12 fráköst. Næstur kom Maggi með 18 stig og setti niður 4 góða þrista. Annas er erfitt að taka einhver út enda átti allt liðið stórleik og td lék Vlad Boer mjög góða vörn og skoraði 5 stig í byrjun leiks og náði að halda liðinu við efnið. Keflavík sannaði að það er en besta varnalið landsins og með Sverrir, Arnar, Ella, Gunna, Dóra og Jonna að spila vörn eins og þeir gera best er erfitt að eiga við okkur.

 

Stig AJ 37 og 12 fraköst, Maggi Gunn. 18 stig, Arnar Freyr 8 stig, Vlad 7 stig, Jonni 6 stig, Gunnar E. 5 stig

 

Stigahæstur hjá Njarðvík var Frikki Stef. með 18 stig og Jeb með 15 stig.

 

Tölfræði leiksins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gunni að smella einu blautum á bikarinn:)