Keflavík endurnýjar samninga við leikmenn
Keflavík hefur endurnýjað samninga við þrjá leikmenn liðsins fyrir komandi átök næstu tvö tímabil. Samningar þessir eru til tveggja ára og óskar Keflavík öllum aðilum til hamingju með samninginn.
Magnús Már Traustason gekk til liðs við Keflavíkurliðið á síðasta tímabili og hefur dafnað vel innan liðsins. Hann var með 10.2 stig að meðaltali á síðasta tímabili hjá Keflavík, ásamt því að vera valinn besti leikmaður Unglingaflokks, mestu framfarir meistaraflokks og í Úrvalslið Keflavíkur á síðastliðnu lokahófi félagsins.
Andrés Kristleifsson gekk til liðs við Keflavíkurliðið 2014, en hann kom frá Hetti á Egilsstöðum. Andrés hefur reynst Keflavíkurliðinu góður styrkur innan sem utan vallar, bæði í meistaraflokk og yngri flokkum félagsins. Hann var með 2.9 stig að meðaltali á síðasta tímabili hjá Keflavík.
Reggie Dupree gekk til liðs við Keflavíkurliðið 2014, en hann kom frá Reyni í Sandgerði. Reggie hefur reynst liðinu góður styrkur og hefur bætt leik sinn jafnt og þétt með liðinu. Hann var valinn varnarmaður ársins og í úrvalslið Keflavíkur á síðastliðnu lokahófi félagsins. Reggie var með 11.5 stig að meðaltali á síðasta tímabili hjá Keflavík.