Fréttir

Keflavík er Bikarmeistari karla og kvenna
Körfubolti | 25. mars 2024

Keflavík er Bikarmeistari karla og kvenna

Keflavík varð um helgina tvöfaldur bikarmeistari í karla og kvennaflokki.  Það eru akkúrat 20 ár síðan það gerðist síðast eða árið 2004.  Það er óhætt að segja að helgin hafi verið mögnuð fyrir okkur og var umgjörð og skipulag til fyrirmyndar hjá Körfuknattleiksdeildinni okkar.  Höllin var stútfull af sönnum Keflavíkingum sem hvöttu liðin áfram til sigurs.

Karlaliðið lagði Tindastól - 79-92 og var leikurinn frábær en við lentum 14 stigum undir í 3 leikhluta ena vorum ekki lengi að snúa því við og eftirleikurinn var nánast öruggur.  Jaka Brodnik var valinn MVP leiksins.

Kvennaliðið lagði Þór Akureyri - 89-67 og leikurinn var alltaf í öruggum höndum Keflavíkurkvenna sem eru ríkjandi Deildarmeistarar í Subway deildinni.  Daniella Wallen var valin MVP leiksins.

Áfram Keflavík 

* Myndir fengnar frá Hulda Margrét photography og Víkurfréttum*

 

Myndasafn