Keflavík er deildarmeistari !!
Keflavík tryggði sér deildarmeistaratitil í Subway deild kvenna í gærkvöldi þegar þær unnu ÍR örugglega, 42-87.
Þær hafa átt frábært tímabil í vetur undir dyggri leiðsögn Harðar Axels Vilhjálmssonar sem þjálfar þær.
Nú klára þær deildina og við tekur svo úrslitakeppnin. Við hvetjum alla Keflvíkinga að standa vel við bakið á þeim.
Til hamingju stelpur
Áfram Keflavík