Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 10. mars 2012

Keflavík er Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna 2012

Keflavík varð í dag Íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna en lokaumferðin fór fram í Toyotahöllinni. 

Ekki bara það, heldur varð b-lið Keflavíkur í öðru sæti en þar eru á ferðinni stelpurnar í 7. flokki sem hófu leik í C-riðli í haust og enduðu veturinn á að leika til úrslita um titilinn við a-liðið.  Endaði lokaleikurinn með sigri a-liðsins, 35-15

Bæði lið sigruðu alla aðra andstæðinga sína í lokaumferðinni, en auk Keflavíkurliðanna voru lið Njarðvíkur, Breiðabliks og Hrunamanna í A-riðli.

Að sjálfsögðu bauð Barna- og unglingaráð öllum stelpunum í pizzuveislu á Langbest, Ásbrú, enda ekki hægt annað en að gera sér glaðan dag eftir svona glimrandi árangur.

Til hamingju stelpur.

8. flokkur stúlkna með gullið

8. flokkur B með silfrið