Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 27. mars 2012

Keflavík er Íslandsmeistari í minnibolta drengja 2012

Eins og komið hefur fram á hér á heimasíðunni varð Keflavík Íslandsmeistari um s.l. helgi í Minnibolta drengja sem er 6. bekkur, en það er yngsti árgangurinn sem keppir um Íslandsmeistaratitil í körfubolta. 

6. bekkur drengja er reyndar einn fámennasti árgangur körfuknattleiksdeildarinnar og því skipa liðið einnig nokkrir drengir úr 5. bekk.  Keflavík vann Íslandsmeistartitil í þessum flokki síðast árið 2000 og er þetta í 8. skiptið sem við vinnum titil í þessum aldurflokki drengjamegin.  Stúlknamegin hefur Keflavík unnið þennan titil í 11 skipti, þar af  fjögur s.l. ár í röð.

Okkur hefur nú loks borist mynd af peyjunum sem tekin var skömmu eftir verðlaunaafhendinguna að leik loknum í Sjálandsskóla í Garðabæ þar sem strákarnir báru sigurorð í lokaleiknum gegn heimamönnum, 32-25.

Til hamingju strákar