Fréttir

Körfubolti | 5. mars 2007

Keflavík fékk á 116 stig í tapi í Grindavík

Strákarnir steinlágu í kvöld í 21. umferðinni í IE. deildinni með 17 stigum gegn Grindvík. Keflavík var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta 31-32 en heimamenn voru með 5. stiga forustu í hálfleik 63-58.  Maggi og Sebastian voru bestu menn liðsins í fyrrihálfleik. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var vörn liðsins mjög döpur í leiknum og lagt síðan liðið hefur fengið á sig 116 stig í leik.

Arnar Freyr Jónsson og Tony Harris léku ekki með í leiknum vegna meiðsla.

Lokatölur leiksins 116-99.

Síðasti leikur liðsins verður mikilvægur og ljóst að liðið verður að sigra í þeim leik til að tryggja sér 5. sætið.

Lokaumferðin

Fim.  8.mar.2007 Borgarnes       19.15 Skallagrímur - ÍR
                 ÍM Grafarvogi   19.15 Fjölnir - Tindastóll
                 Ásvellir        19.15 Haukar - Hamar/Selfoss
                 Keflavík        19.15 Keflavík - Snæfell
                 DHL-Höllin      19.15 KR - UMFG
                 Þorlákshöfn     19.15 Þór Þorl. - UMFN