Keflavík ferðast á Krókinn
Fimmtudaginn 26. nóvember hoppar Keflavíkurliðið upp í langferðabíl og heldur norður á Sauðárkrók þar sem leikið verður gegn Tindastóli kl 19:15.
Tindastólsliðið, sem var næst sterkasta lið deildarinnar á síðasta tímabili, hefur ekki farið eins vel af stað þennan veturinn en þeir eru með 3 sigra og 4 töp það sem af er vetrar. Keflavík er, eins og kunnugt er orðið, ósigrað á toppi deildarinnar en Tindastólsliðið er gríða sterkt og má því búast við hörku leik.
Fyrir þá alhörðustu stuðningsmenn Keflavíkur sem hyggjast leggja land undir fót og elta liðið norður er veðurspáin ágæt en búast má við snjókomu á heiðum og því góð vetrardekk nauðsynleg (sem væntanlega allir eru komnir með á þessum tíma árs).
Þeir sem halda ekki norður mega nálgast beina útsendingu frá leiknum á rás Tindastóls TV á Youtube.
Leikurinn átti upprunalega að vera á föstudaginn 27. nóvember en liðin náðu samkomulagi um að leika á fimmtudaginn 26. nóvember þess í stað.
Áfram Keflavík!