Fréttir

Karfa: Karlar | 1. apríl 2010

Keflavík í 4-liða úrslit

Keflvíkingar eru komnir áfram í 4-liða úrslit eftir öruggan sigur á Tindastólsmönnum. Njarðvík sigraði Stjörnuna í hinum leiknum og því er ljóst að Keflavík og Njarðvík mætast í 4-liða úrslitum.

Það var lítil spenna í Keflavík og ljóst strax í öðrum leikhluta í hvað stefndi, en þá flugu Keflvíkinga fram úr gestunum. Keflvíkingar héldu sinni forystu til leiksloka og tilraunir Sauðkræklinga til að klóra í bakkann báru aldrei árangur. Atkvæðamestur hjá Keflavík var Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 21 stig og 6 fráköst, Uruele Igbavboa með 18 stig og 6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson með 16 stig og 10 stoðsendingar og Draelon Burns með 14 stig og 8 fráköst.

Fyrsti leikurinn í 4-liða úrslitum fer fram í Keflavík á mánudaginn klukkan 19:15. Látið orðið berast Keflvíkingar og fjölmennum í húsið! Látum Njarðvíkurbúa sjá að við öskrum þá léttilega í kaf á bekkjunum þegar stórleikir fara fram!

Áfram Keflavík!